Tuesday, October 25, 2011

Bieber fever.....

já það ríkir svo sannarlega bíber fíver í Háagerði...Bellan alveg fallin fyrir drengnum... Öll helgin fór í gláp á youtube á myndbönd með kauða og uppgötvaði hún sér til mikillar gleði að hann er kominn með nýtt lag.....jólalag ....jeeeeeeesssss......þetta sumsé ómaði alla helgina að ég var orðin ónæm sko , svo þegar Höddi kom heim á sunnudagskvöld eftir helgardvöl í langtíburtukistan þá fékk hann sko að heyra nýja justin lagið ..jólalagið honum til mikillar gleði :) Hann segir svo við dóttur sína... hvað ert þú eiginlega gömul Ísbella mín svona með mæðutón...Hún lítur á hann hneyksluð..."veistu það ekki ? , ég er 5 ára" Höddi segir þá njahh veistu ég er farin að efast....Hún ríkur þá uppí herbergi , kemur aftur niður með 5 ára kórónuna sína frá afmælinu um daginn og segir "sjáðu bara" Hér stendur Ísabella 5.ára  :)

1 comment: