Sunday, May 29, 2011

Sunnudagur.... næstum letidagur...

Háagerðisfjölskyldan er nú sameinuð á ný.... mikið var dásamlegt að hitta börnin sín aftur á föstudaginn ,þetta voru nú samt bara 6 dagar og alveg höfðum við nóg að gera á þeim tíma en vá !! þau voru auðvitað alsæl með dvölina hjá Ásu og Helga Svan..dekrað við þau í bak og fyrir náttúrulega...Elsku Ásan mín og Helgi ástarþakkir fyrir börnin , þið björguðuð okkur alveg mega !!!! númm við grilluðum í Hvassó við komuna með turtildúfunum Ásu og Helga og afa Jóni...dásemdar lamb og eitt af betri kartöflusallötum sem ég hef smakkað... nú er ég komin með æði fyrir því !! Á laugardeginum var tekin góður fjölskyldagur... Sund um morgunin í einni af uppáhaldslaugunum okkar...Kópavogslaug... og svo þaðan beint í burger á Hamborgarabúllunni (já búlluni ekki farbrikkuni) og það sem hann var suddalega næs...Helgi Hrafn hrósaði stráknum er kokkaði í bak og fyrir og sá maður að hann kunni virkilega að meta það..númm þaðan beint í 25 ára afmælisteiti 365 miðla í fjölskyldu og húsdýragarðinn... þvílík og önnur eins mannmergð..enda veðrið dásemd..að vera á stuttbuxm og ermalausum bol sko ...settumst og sáum skoppu og skrítlu og latabæ og aðeins Jóhönnu Guðrúnu,,, fórum svo í ís og skoða dýr...þegar við erum svo að ganga að bílnum fer að dropa og svo hellirigna þegar við erum komin af stað ,.. múhahahahah gott á hina sem eftir voru ..he he djók en við vorum fegin að vera farin.. hefði heimsótt alla sem ég þekki í rvk hefði ég haft tíma en sorry hann var ekki til núna því miður elskurnar mínarr...ekki vera fúl...reyndi þó að heimsækja eina vinkonu mína en það hafiðst ekki ... annars erum við svo bara komin heim í sældina... Bella  í afmæli i dag og Helgi með vin sinn í heimsókn ,,Höddi farin á sitt ananð heimili og ég reyni að klára forstofuna mína...vildi að ég hefði tekið fyrir / eftir mynd en það gerði ég ekki...
Svona er lífið í Háagerði í dag...

2 comments:

  1. hey væri ekki tilvalið að skella inn uppskrift af salatinu :D
    Kveða sara

    ReplyDelete
  2. sko þetta sallat var reyndar frekar einfalt og að hluta til keypt og að hluta til heimagert...
    því fyrirvarinn var stuttur en þetta var bara keypt kartöflusallat man ekki hvaðan svona sporöskjulagadós, reyndar 2 þannig og 2 rauð epli smáttsöxum,soðnar pastaskrúfur og sætt sinnep bætt við ... og þetta var bara mjög gott...
    myndi kannski hafa grunninn eitthvað öðruvísi gerði ég hann sjálf... stefnan hjá okkur hjónum er að fara í það að finna út bezta heimagerða kartöflusallat fyrr og síðar :) mér finnst t.d voða gott að hafa slatta af lauk og papriku líka ...

    ReplyDelete