Sunday, May 22, 2011

Helgin

já hún er nú víst á enda runnin blessuð helgin...Ýmislegt gerðist,ýmislegt gerðist ekki og ýmislegt gerðist sem hefði ekki átt að gerast....
Við byrjuðum helgina hjónin í rollurassi...eða svo gott sem :) Sauðburðarlíf á Sauðadalsá ,Höddi svo sem búin að vera þar meira og minna í 3 vikur en ég eitthvað minna,en átti frí á föstudaginn og hvar var betra að eyða fríinu ...númm á föstudaginn var einnig vorhátíð í grunnskólanum og kíktum við á það ásamt Belluni..svo var haldið suður á bóginn.Stoppuðum í Borganesi,kíktum í nettó og ríkið og borðuðum í sjoppu...Höddi var svo að spila leik um kvöldið með Kormáki en við börnin skruppum í sund.Þar gerðust undur og stórmerki í nístingskulda...Bellan þorði í rennibraut en það er eitthvað sem hún kýs að forðast líkt og pestina...í Borganesi er c.a 4-5 metra held ég svona bein gul breið braut og hún ákvað þarna að nú væri komið að því að þora... sem þýddi að ég þurfti að þora líka því hún fór ekki ein sko :/ ohhh ég lét mig nú hafa það enda bein braut en kuldinn...birrrr... ég fór því nokkrar ferðir og Helgi með okkur ...svo kom að því að hún þorði að fara bara með Helga...svo þorði hún ein með kúta og svo fór hún loks ein með enga kúta ...þvílíkur sigur fyrir eina 4 og hálfs árs dömu(takið eftir 4 og hálfs hún minnir sko á að hún er 4 og hálfs ef ég voga mér að kynna hana sem 4 ára!!! )
Númm eftir leikinn sem fór by the way 3-3 ...(Höddi klúðraði víti,lét sko verja frá sér...)
fórum við loks alla leið suður í Hvassó en þar vorum við ekki lent fyrr en um kl 22:30 .Tilgangur ferðarinn var sumsé að fara í útskriftina hennar Ásu okkar en hún var að klára stúdent og sjúkraliðann og erum við afar stolt af dósinni okkar :) Til hamingju aftur elsku Ásan okkar..lov jú
Á laugardagsmorgninum fórum við aftur í sund í uppáhaldslaugina okkar í Kópavogi... Þar fór Bellan sko í rennibrautina gulu þar...(hún elskar gular rennibrautir) fyrst þurfti ég með en það var bara ein ferð og ekki kalt enda awesome veður í kópavogi (það er gott að synda í kópavogi)
á leiðinni úr sundinu komum við ,við í rúmfó og keyptum útileikdót(skóflur og fötur og svona eitthvað) enda allt eiginlega brotið og bramlað sem þau áttu...
Veislan var svo í Hvassó eftir hádegið... við Höddi drifum okkur svo heim seinnipartinn enda ég að fara á næturvakt og Höddi í aðra útskrift sem okkur var boðið í  hér á Hvammstanga....
Höddi fór svo á Sauðadalsá aftur á sunnudeginum og ég aftur á næturvakt...þið kynnuð að vera farin að velta fyrir ykkur hvar börnin skyldu vera niðurkomin ...númm þau urðu eftir í reykjavík og verða hjá Ásu frænku og Helga í viku.... á Selfossi... ég fékk nú nettann hnútí magan í dag...ungur drengur druknaði í sundlaug á Selfossi og eldgos... ohh ömurlegt og mömmuhjartað frekar brostið eitthvað....
vonandi þurfa þau ekki að dúsa inni í viku vegna öskufalls.....
en svona var nú helgin okkar .... engar myndir í þetta sinnið.... á enga myndavél :/

1 comment:

  1. Gaman gaman. Nú verð ég hér daglega :)

    Svo er ég æst í myndir.. koma svoooooo

    ReplyDelete