Bækur er eitthvað sem ég get ekki hugsað mér lífið án... (frekar en þátta :) )
Ég les alveg töluvert mikið en var búin að setja mér markmið að lesa enn meira á komandi ári
ég er nú búin að lesa nokkrar í janúar og þar hjálpar að vera á mörgum næturvöktum :) þar kom að því ða ég sá eitthvað jákvætt við þær.....nú nýverið og sl ár hef ég lesið :
Númm ég er vitaskuld búin að lesa Arnaldsbókina nýju Reykjavíkurnætur og líkaði mér hún afar vel !!
hún er í öðrum stíl en hans fyrri bækur , þær eru um Erlend er hann var ungur að hefja störff...
Ég las svo Yrsubókina nýju Kulda og fannst hún ekkert spes, hún er ágæt en ekkert meira en það.
Ljósmóðirin eftir Eyrúnu Inga las ég reyndar í desember og hún er í einu orði sagt frábær !!!
vonandi skrifar Eyrún fleiri í þessum dúr, ég las fyrir mörgum árum bókina hennar um Alka Eyjólf og barnabókina sem hún skrifaði.
Ævisögur elska ég og hef lesið þessar nýverið : Appelsínur frá Abkasíu...æji hún er eflaust frábær en ég fletti hratt í gengum hana...Ævisaga Ellýjar vilhjálmss er meira heimildarritgerð en góð ævisaga, en Ellý var svo sem þannig hún hélt sínu persónulega lífi svolítið utanvið ,Mei mí bebisitt...hún var alltílagi um lífið í keflavík er herinn var þar...Svo Boxarinn ..æji hún var ágæt bara....
ég á ennn eftir að lesa Gísla á uppsölum en hún er á listanum mínum :)
Svo hef ég lesið Sylvia Day ~ þú afhjúpar mig...æji mér fannst 50 gráir skuggar betri !!
já svo er ég búin að lesa 50 gráa skugga og 50 dekkri skugga...æji ég verð að viðurkenna að það er eitthvað við þær sem heillar um leið og maður er eiginlega í pínu sjokki :)
Stefáns Mána bókina nýju las ég ~Húsið ...hún er 200 bls of löng annars ágæt.
Herbergi ...Hún er frábær um leið og hún er afar sorgleg !!! hvet alla til að lesa hana
Hin ótrúlega pílagrímssaga Harolds Fry ....hún er alveg dásamleg ...mig langar að lesa hana aftur seinna hún er svo góð... Svona í gamlinginn stíl en ekki eins "flókin"
Eldvitnið eftri Keppler er rosalega góð !! Lee Child bækurnar Eitt skot og Fórnardauði eru rosa góðar
Una eftir Óttar M Norðfjörð er góð+
Landvættir eftir Ófeig Sigurðsson hún er ágæt , ekki alveg minn smekkur en ég fór í gegnum hana í fljótheitum
Illska eftir verðlaunahöfundinn Eirík norðdahl er ekki minn tebolli...
Afturgangann eftir Ágúst Ámundason var ágæt
Augu Líru eftir Evu Joly..piff
Konan sem hann elskaði áður er góð eins og Dorothy Koomson bækurnar eru
Svo er ég í bókaklúbb og búin að lesa helling þar...
meðal annars;Korter,það kemur alltaf nýr dagur,Að endignu, ég ljúfa vil þér söngva syngja,Jesúsa,
ég má ekki elska þig,Lærlingurinn,minning um óhreinan engil,prýðisland,næturóskin,Reglur húsins,sumarhús með sundlaug,táknmál blómanna,og örugglega margar margar fleiri....
Mæli með bókunum hennar Camillu Lackberg ,þær eru frábærar....
en ég ætla að lesa 2-4 bækur á mánuði en þær eru orðnar mun fleiri það sem af er ári :)
No comments:
Post a Comment