..við höfum verið dugleg úti við um helgina...því veðrið hefur verið hrein dásemd svo ekki annað hægt !
í gær byrjaði dagurinn með amerískum pönnukökum og tilheyrandi..svo var gamli blái ræstur og fórum við með börnin og hafstein nokkrar ferðir á sleðanum, við mikla lukku...síðasti sjens í bili til að gera snjóhús svo það var gert að lokinni sleðaferð ...þegar inn var komið beið rjúkandi skúffukaka og heitt kakó (ég sumsé gerði ekki snjóhús :) )
í dag var tekinn langur göngutúr í blíðviðrinu á hvammstanga... mikið að snjónum hefur tekið upp og því miður var snjóhúsið frá í gær horfið.... en það er óhætt að segja að við höfum tekið góða helgi og nýtt veðrið !!! lov itt
þar sem ég er frekar léleg að nýta mér það virka daga :/
Totally awesome helgi
No comments:
Post a Comment