Áramótin voru ótrúlega skemmtileg hjá samsteypunni í ár. Jóhanna,Jón,Ása og Helgi ákváðu að heyðra okkur með nærveru sinni og var það virkilega næs.Þau lofa að koma aftur að ári ekki satt :) Gott að borða,haldið upp á afmæli Helga Hrafns, og borðað meira og horft á skaup og sprengt upp uppi á Brekkugötu eins og venja er !! Þar sem lítið var um partý og böll og samkomur allskonar þá vorum við bara heima og einhverjir litu við þó ekki væri hér auglýst partý enda átti svo ekki að vera sko ... en fínt kvöld engu að síður !
Börnin að skála meðan þau bíða þess að fleiri komi og setjist hjá þeim á gamlárskvöld
takið eftir töff glerdiskunum sem rósa gerði og gaf okkur !! hrikalega flottir og þægilegir...
Allir að skála...nema ég , ég tók myndina :)
Á Brennunni suður á Höfa með Hafsteini Snæ
Nauðsynlegt að púa eitt svona kvikindi til að tendra í flugeldrunum....
Ísabella fallega á gamlárskvöld Helgi Hrafn flotti á gamlárskvöld, hann elskar flugelda !! Ævar alveg búin að hafa fyrir því :)
Einhversstaðar þarna eru Helgi ,Bella og Hafsteinn með feðrum sýnum og amma Stella að taka mynd lika..
Ofsalega eru þetta skemmtilegar myndir. Svo fannst mér partýið ykkar fjári skemmtilegt og hin ólíklegustu tól sem mættu.. hehe
ReplyDelete