Saturday, January 26, 2013

H pestin í Háagerði

já pestinn sem leggur landann í bælið er mætt í háagerði og kallast H pestinn þar sem helstu einkenni hennar eru :Hósti, Hor,Hálsbólga,Hiti og Hausverkur..... það er aumingjas Ísabellan okkar sem að liggur marflöt... já eða ekki...hún er svo sem ekkert svakalega slöpp en með afar ljótann hósta og já allt sem ég taldi upp nema hitinn er ekkert svakalegur , mallandi 38 ° C ... ég er reyndar kominn með vott af þessu... Ég lét sprauta mig fyrir flensu svo ég slepp nú vonandi við það ef hún skyldi skjóta sér upp hér...
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Annars er uppáhalds árstími Bellunnar runninn upp...Júróvisjón... hún elskar að horfa á þetta og pæla í þessu
og var með lögin 3 sem komust áfram rétt... hún er alveg meðiddda...hún fílaði mest birgittu í gær og svo Eyþór, henni fannst reyndar lagið með svavari og hreindísi meira sumarlag... svo kom Magni þar á eftir...
spennó að sjá hvað hún segir í kvöld.. hún býður svo spennt þess að þetta komi allt á youtube svo hún geti horft á þetta aftur og aftur og aftur og aftur..... og lært dansa við séu þeir einhverjir !!! já og svo býður hún auðvitað eftir að sjá hver vinnur fyrir íslandshönd, smá drama í fyrra , smá grátur og svekkelsi því hún hélt með regínu ósk :)  ohhh svo gaman af henni !!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Af Helga er það að frétta að hann er búin að tapa dótapoka og ég  veit að það getur ekki hafa farið fram hjá neinum nema kannski jóni á skarfhóli, jóni á heggstöðum og valda á bjargi...svo ef þið hittið á þá kannski athugið hvort að pokinn leynist hjá þeim...Um er að ræða dótapoka sem hann fór með í skólann á dótadegi og gufaði pokinn upp!! Glænýr fjarstýrður bíll sem er fjarstýrt með leysigeislabyssu og base og svo einhver transformerslegokall !!!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Börnin tóku sig til og fóru að æfa fleiri íþróttagreinar eftir áramót. Helgi hefur hingað til bara æft fótbolta frá því skólaganga hans hófst. Ísabella æfði fyrir áramót fótbolta og fimleika.
Nú æfa þau bæði fimleika,fótbolta og húnasprikl  og eru í íþróttum/ sundi  í skólanum 3-4 sinnum í viku...
svo þau hreyfa sig alveg rosa mikið í hverri viku.... kannski eitthvað sem undirrituð ætti að taka til fyrirmyndar ,,,hóst,.....
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Annars er ég að fara að fá meiri vinnu á sjúkrahúsinu og verð komin í 80 % þar frá 1 mars, svo ég verð að leggja kaupfélagsframann á hilluna í bili . Er reyndar með heimilisþrif á einum bæ með og aldrei að vita nema að maður myndi/ gæti bætt við sig í þeim bransa :)
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Höddi.....Höddi já sko við þekkjum nafnið hans og vitum hver hann er,....en já sko við sjáum hann sjaldan ... he he svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana...  :)
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Sunday, January 13, 2013

Aríð 2013

..ég er með mörg og háleit markmið fyrir árið 2013 !!

I meðal annars eru nokkrir hlutir sem mig langar til að eignast og margt sem mig langar til að gera innan hús í Háagerði
eins og að byggja yfir svalirnar okkar en það hefur staðið til lengi , og er tilgangurinn með því að fá eitt herbergi í viðbót í efra svo allir hafi sitt herbergi !!   svo ég verð að fórna svölunum sem ég notaði einmitt svo mikið er ég var að æfa forsetaveifið mitt... bömmer !

I svo þarf að breyta og taka eldhúsið í gegn!! taka fjandans hitakompuna og fá nýja innréttingu og allskyns....

I annars langar mig í þessa hluti :
iittala Kivi Candle Holders
svona dásamlega kertastjaka frá iittala í allavega litum
og svo margt reyndar í þessu flotta merki...

ég er pínu sökker fyrir kartell lömpum:


en þeir kosta auðvitað útlim....

og svo er ég að safna Rosendahl hlutum:

væri alveg til í svona vínrekka...
'
o g svo á ég 2 glös í þessu  safni,sem nefnist fjölskyldan mín, sem er eftir íslenskan hönnuð og var nú bara hægt að kaupa í döggubúð fyrir nokkru en langar í allt safnið:




og svo langar mig í svo margt krummatengt !!!! elska krumma !!!

og svo lan gar mig að finna m ér flott sparistell og safna mér í !!

og svo langar mig líka að eiga íslensku jólasveinana safnið




þá hafiði það ...ef þið viljið gefa mér gjafir á árinu... verst að vera búin að gifta sig... nú hef ég mun fleiri hugmyndir en ég hefði fyrir 13 árum bráðum....

já svo þarf að byggja bílskúr líka við háagerðishúsið !! þá væri lifið dásamlegt


annað markmið er að missa hálfa Gurrý !!! það verður enginn eftirsjá í  þeim helming sem hverfur því skal  ég lofa  :)