dásemleg helgi... ekki hægt að segja annað..
Föstudagskvöld matarboð á brekkugötu og allir meðlimir sem tilheyra þeirri fjölskyldu saman komnir sem ekki er svo oft ....við öll systkinin og makar og börn og ma og pa auðvitað...og Helgi gisti hjá ömmu og afa..Bellan kom í kósý með foreldrum sínum ..komu svo við gestir góðir sem ekki sjást svo oft bara tvö ein í kaupstað :) Laugardagurinn fór í laugabrauðsgerð en ætli við höfum ekki gert c.a 120 kökur !! besta laufabrauð í heimi vitaskuld... að hætti hefðarinnar var hangikjet og laufabrauðsafklippur um kvöldið á Brekkugötu...
í dag reyndi ég að vera dugleg og tók heimilið í gegn og breytti aðeins í stofunni enda búið að vera eins aaaaalllltof lengi :) Allar seríur sem einhverja hluta vegna fækkar of mikið á hverju ári komnar upp sem og jóladúkur og gardínur ég er svo gamaldags með jólagardínur :) Við börnin skelltum okkur aðeins út í góða veðrið í dag og renndum á sleða í snjónum , sem var bara hressandi !!! kertaljós,kaffibolli,piparkökur og afslappelsi ríkir nú í minni höll.... Ætla svo að skella mér í aðventustund með börnin í kvöld....
Húsbóndinn hefur í bókstaflegri merkingu verið á kafi í skít alla helgina og alveg misst af síðustu helgi í rjúpu en það skiptir engu við borðum hvort eð er ekki rjúpu á jólunum :)
Góða aðventu kæru vinir !!!
Jiminn Helga... Þetta hljómar allt svo jólalegt að ég vil eiga heima hjá ykkur! hehe
ReplyDeleteÉg setti einmitt upp seríur í gær, nema hvað að ég ákvað að henga þær ekki upp heldur leyfa þeim að liggja. "Hangandi" seríurnar í fyrra voru heldur rónalegar. Þetta drasl tollir ekkert.
Nema hvað, ein serían er þegar dauð og já enginn aðventukrans. Hvað er að gerast eiginlega? Tekurðu að þér að koma til Kópavogs og jóla íbúðina upp??
uhh sko ég myndi gera það nema að ég þurfti að manna mig upp í þetta í 2 vikur svo ég veit ekki hvenær ég kæmi til þín ha ha ha
ReplyDeleteEkta jóla, svona á þetta að vera :)
ReplyDelete